Bikardráttur

Á morgun, þriðjudag, verður dregið í 16 liða úrslit karla og 8 liða úrslit kvenna í bikarkeppni HSÍ. Á sama tíma verður kynntur til sögunnar nýr samstarfsaðili bikarkeppninnar en síðustu ár hefur SS verið samstarfsaðili og keppnin borið nafið SS bikarinn. Nú verður breyting á og nýja nafnið verður kynnt á morgun.

Við Haukamenn eigum lið í báðum pottunum. Í karlapottinum eru tvö lið, Haukar (liðið sem leikur í N1 deildinni) og Haukar 2 sem eru svokallaðar "bumbur". Haukar sigruðu Val 2 örugglega í 32 liða úrslitum og Haukar 2 sigruðu Val 3 þar sem Valur 3 mættir ekki til leiks.
Í kvennapottinum er svo lið Hauka, en það er liðið sem leikur í N1 deildinni. Haukastelpurnar sátu hjá í 16 liða úrslitum og eru því að hefja leik í bikarkeppninni núna.

Í pottinum karlamegin eru: Afturelding, Afturelding 2, Akureyri, Fram, Fram 2, Grótta, Haukar, Haukar 2, HK, ÍR, ÍR 2, Stjarnan, Valur, Víkingur, Víkingur 2 og Þróttur Vogum.

Í pottinum kvennamegin eru: Fram, Fylkir, Grótta, Haukar, HK, Stjarnan, Valur og Valur 2.