Í gær var tilkynnt á blaðamannafundi lið fyrstu 7 umferða N1 deildarinnar auk þess sem bestu dómararnir voru valdir. Bestu dómarar umferðanna voru Þorlákur Kjartansson og Valgeir Ómarsson, en Láki er eins og margir vita sannur Haukamaður.
Lið fyrstu 7 umferðanna:
Markmaður: Björgvin Páll Gústavsson, Fram
Vinstri hornamaður: Gunnar Ingi Jóhannsson, Stjarnan
Hægri hornamaður: Goran Gusic, Akureyri
Línumaður: Einar Ingi Hrafnsson, Fram
Vinstri skytta: Augustas Stazdas, HK
Hægri skytta: Jóhann Ingi Einarsson, Fram
Miðjumaður: Ólafur Víðir Ólafsson, Stjarnan
Þjálfari: Ferenc Buday, Fram