Í þessari viku og næstu viku verða keppnisbúningar fyrir yngri flokka afhentir á Ásvöllum. Þeir verða einungis afhentir sé búið að greiða fyrir þá en greiða þarf 6.000 krónur. Hægt er að greiða á staðnum eða leggja inn á reikning unglingaráðs (reikn. 1101-26-6866, kt. 670281-0279) og þarf þá að koma með kvittun til staðfestingar.
Afhendingatímar verða eftirfarandi:
þriðjudagur 13. nóvember 19:30 – 20:30
miðvikudagur 14. nóvember 20:30 – 21:30
fimmtudagur 15. nóvember 18:00 – 18:45
þriðjudagur 20. nóvember 18:00 – 18:45
miðvikudagur 21. nóvember 19:30 – 20:30
fimmtudagur 22. nóvember 19:30 – 20:30.
Unglingaráð hkd. Hauka