Æfing og Keila

-Æfing, hamborgari og keila-

Laugardaginn 9. apríl

Komið þið sæl.

Næsta laugardag verður æfing kl: 10:00 (á hefðbundnum tíma) en eftir æfingu fara strákarnir í sturtu og svo verður farið í Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Þegar strákarnir koma þangað fá þeir hamborgara, franskar og kók. Að því loknu er farið í diskókeilu.

Kostnaður við þetta er aðeins 1100kr.

Foreldrar eða forráðamenn verða að koma strákunum upp í Öskjuhlíð og sækja þá síðan líka. Það er alveg tilvalið að sameinast í bíla en ef það er einhver sem á í vandræðum með að koma á staðinn þá getur hann haft samband við mig og ég redda honum fari.

Ég minni á að þið þurfið að skila fjáröflunarmiðum núna um helgina (fiskiblokkirnar).

Næsta æfing er svo á sunnudaginn í Víðistaðarskóla.

Kær kveðja

Ólafur Örn

694-3073

oliodds@simnet.is