Titill fréttarinnar

Þann 11. mars spilaði meistaraflokkur karla sinn fyrsta leik í lengjubikarnum er við mættum Tindastól. Leikurinn byrjaði af krafti og vorum við mjög sprækir fyrstu 25 mín . Hilmar Geir Eiðsson var sprækur og setti 2 mörk og Árni Hilmarsson 1 í fyrri hálfleik. Leikurinn var frekar bragðdaufur í byrjun seinni hálfleiks en við tókum öll völd í leiknum er líða tók á hálfleikinn og setti Úlfar Hrafn Pálsson 2 mörk og gerðum við út um leikinn. 2 Ungir Haukadrengir spiluðu sinn fyrsta opinbera leik fyrir meistaraflokk í gær en voru það Ásgeir Ingólfsson og markvörðurinn ungi sem kom inn á í seinni hálfleik Þórir Guðnason.