Í gærdag var lið ársins í 2.deildinni tímabilið 2007 opinberað í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Það voru fyrirliðar og þjálfarar allra liða í 2.deildinni sem kusu liðið og einnig var kosið besta leikmann, efnilegasta og besta þjálfarann í deildinni.
Haukar áttu fjóra leikmenn í liðinu og einnig voru þrír leikmenn Hauka á bekknum svokallaða.
Haukamennirnir sem valdir voru í liðið voru þeir Þórhallur Dan Jóhansson, Goran Lukic, Ásgeir Þór Ingólfsson og Hilmar Geir Eiðsson. Auk þess að Ásgeir var valinn í liðið var hann einnig valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.
Amir Mehica, Hilmar Rafn Emilsson og Kristján Ómar Björnsson voru síðan á bekknum.
Liðið í heild sinni var þannig skipað;
Í markinu; Þorvaldur Þorsteinsson KS/Leiftur
Varnarmenn;
Arnar Hallsson ÍR
Dusan Ivkovic KS/Leiftur
Sandor Forzis KS/Leiftur
Þórhallur Dan Jóhansson HAUKAR
Miðjumenn;
Ásgeir Þór Ingólfsson HAUKAR
Denis Curic Höttur
Goran Lukic HAUKAR
Hilmar Geir Eiðsson HAUKAR
Framherjar;
Ragnar Hauksson KS/Leiftur
Sævar Þór Gíslason Selfoss
Við óskum að sjálfsögðu verðlaunahöfunum til hamingju með verðlaunin en allra mest auðvitað Haukamönnunum sem stóð sig gífurlega vel í sumar.
Sjáumst á vellinum næsta sumar
ÁFRAM HAUKAR!