Ásgeir í úrtakshóp

Ásgeir Þór Ingólfsson leikmaður 2.flokks Hauka og meistaraflokks hefur verið valinn á úrtaksæfingar U-19 ára landsliðs Íslands. Það eru 31 leikmenn valdir að þessu sinni og Ásgeir eini leikmaður Hauka í hópnum.

Ásgeir er fæddur árið 1990 en af þessum 31 leikmönnum sem eru í hópnum eru 24 leikmenn fæddir árið 1990 en 7 leikmenn fæddir árið 1991.

Þjálfari U-19 ára landsliðsins, Kristinn Rúnar Jónsson er okkur Haukamönnum vel kunnugur, en hann þjálfaði hjá Haukum hér áður fyrr.

En það vill samt svo leiðinlega til að Ásgeir kemst ekki á æfingarnar en hann er þessa dagana í Bandaríkjunum í heimsókn hjá Guðmundi Pálsson fyrrum leikmanni Hauka.

Hægt er að sjá hópinn í heild sinni hér;

http://www.ksi.is/landslid/nr/5716