Markmaður meistaraflokks karla, Hann Amir Mehica, hefur verið ráðinn sem markmannsþjálfari yngri flokkanna. Markmannsæfingarnar munu hefjast mánudaginn 5. nóvember og verða alltaf á mánudögum á Ásvöllum kl. 17:30-18:30. Þið sem hafið áhuga á að mæta á slíkar séræfingar hafið samband við þjálfarann ykkar og tilkynnið áhugann.