Frábærar fréttir

Fyrr í vikunni skrifuðu tveir leikmenn meistaraflokks Hauka undir framlengingu á samningi sínum við Hauka. Um er að ræða þá Þórhall Dan Jóhannsson og Ómar Karl Sigurðsson.

Þórhallur Dan framlengir samning sinn um eitt ár en Þórhallur gekk til liðs við Hauka fyrir síðasta tímabil og átti glimrandi tímabil fyrir Hauka í 2.deildinni. Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir okkur Haukamenn enda er Þórhallur mikill reynslubolti. Þórhallur spilaði als 17 leiki í 2.deildinni í sumar en hann missti af fyrsta leiknum í deildinni gegn ÍH vegna meiðsla, auk þess spilaði hann 5 leiki í bikarnum. Gaman verður að sjá Þórhall í vörninni í 1.deildinni og stóra spurningin verður sú hvort að hann nær að skora með Haukum í 1.deildinni en hann var ekki langt frá því í sumar að skora sitt fyrsta mark fyrir Hauka.

Ómar Karl Sigurðsson skrifaði undir 3ja ára samning við Hauka. Ómar Karl er 25 ára en hann hefur leikið með meistaraflokki Hauka frá árinu 2002 er hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik. Ómar Karl spilaði 13 leiki í 2.deildinni í sumar og skoraði í þeim leikjum 2 mörk auk þess lék hann 4 leiki í bikarnum. Ómar Karl hefur leikið 87 meistaraflokksleiki fyrir Hauka og skorað 15 mörk. Ómar Karl er mikill baráttuhundur og mikill Haukari og því afar góðarfréttir að hann hafi framlengt samning sinn við Hauka.

Æfingar hjá meistaraflokknum hófust fyrir u.m.b. 2 vikum og hafa sést nokkur ný andlit á æfingum liðsins og því verður fróðlegt að sjá hvort að einhverjir nýjir leikmenn munu skrifa undir samning við Hauka, sem ætla sér stórahluti í 1.deildinni á næsta ári.