Þjóðverjar í Hauka

Samkvæmt heimildum Fótbolti.net þá hafa tveir Þjóðverjar skrifað undir samning við Hauka. Báðir leikmennirnir spila þessa stundina fótbolta í Bandaríkjunum , nánar tiltekið í Norður-Karolínu í Háskóladeildinni.

Um er að ræða þá Marco Kirsch og Philip Fritschmann. Marco er 27 ára miðjumaður en hann er uppalinn hjá stórliði 1860 Munchen, en Philip er 23 ára varnarmaður.

Báðir þessir leikmenn leika í samaskólaliði og Guðmundur Pálsson sem fór út í sumar, en hann hefur spilað upp alla yngri flokka fyrir Hauka og er eldri bróðir Úlfars Pálssonar sem leikur með meistaraflokki Hauka.

Leikmennirnir eru væntanlegir til landsins í apríl.

Í sömu frétt á fótbolti.net segja þeir að einnig er möguleiki að tveir Bandaríkjamenn gætu komið til Hauka sem leika í sama Háskólaliði.