Á morgun hefst orrustan um Íslandsmeistartitilinn

Haukamenn fagna sigri í vetur. Mynd: Eva Björk

Haukamenn fagna sigri í vetur. Mynd: Eva Björk

Það er á morgun, sunnudag kl. 16:00 í Schenkerhöllinni, sem að strákarnir í handboltanum hefja leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn gegn Aftureldingu en þar eiga Haukamenn tiltil að verja að verja eftir að hafa unnið titilinn í fyrra einnig eftir rimmu við Aftureldingu.

Í leið sinni að úrslitaeinvíginu hafa Haukar unnið Alureyri 2 – 1 í leikjum og svo í undanúrslitum unnu þeir eins og frægt er orðið ÍBV 3 – 1 á meðan Aturelding fór í gegnum FH 2 – 0 og svo unnu þeir Val í undanúrslitum þar sem úrslitin réðust í framlengingu í oddaleik og vann Afturelding því 3 – 2.

Liðin hafa mæst 5 sinnum í vetur fyrst 3 sinnum fyrir áramót þar sem 2 af leikjum voru í deildinni og 1 í undanúrslitum deildarbikarsins. Fyrsta leik timabilsins lauk með sigri Afturledingar 24 – 23 á þeirra heimavelli þar sem sigurmarkið kom á síðustu andartökum leiksins. Svo mættust liðin rétt fyrir jól í deildinni í Schenkerhöllinni en þann leik unnu Haukar örugglega 26 – 19. Liðin mættust svo milli jóla og nýárs í undanúrslitum deildarbikarsins en þann leik unnu Haukar einnig 24 – 23 í deildarbikarnum þar sem þó nokkra leikmenn vantaði í Haukaliðið.

Liðin mættust svo í tveimur fyrstu leikjum ársins 2016 fyrst í deildinni í Schenkerhöllinni þar sem Haukar unnu 26 – 22. Liðin mættust svo nokkrum dögum síðar í 8-liða úrslitum bikarsins en þann leik unnu Haukar einnig 30 – 27 í hörkuleik þar sem Haukarnir náður rétta að stinga Mosfellinga af undir lok leiksins.

Þótt að staðan sé 4 – 1 í leikjum þar sem af er á tímabilinu þá má búast við hörkuleik vegna þess að Haukamenn verða án Tjörva sökum alvarlegra hnémeiðsla sem og að Aftureldingarliðið er alltaf að verða spila sig betur og betur saman eftir að hafa fengið nýja leikamenn um áramótin.

Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna í rauðu og styðja Haukastrákanna til sigurs í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en stuðningur úr stúkunni mun skipta sköpum þegar að svona mikið er undir. Haukafólk á því ekki að láta sig vanta í Schenkerhöllina á morgun, sunnudag, kl. 16:00 þegar að úrslitarimman hefst. Áfram Haukar!