Actavis endurnýjar við Kkd. Hauka

Á dögunum undirritaði körfuknattleiksdeild Hauka og Actavis undir áframhaldandi samstarfssamning þess efnis að Actavis verði áfram aðalstyrktaraðili Kkd. Hauka.

Eru þetta mikil gleðitíðindi en Actavis hefur verið aðalstyrktaraðili Hauka undanfarin ár og er mikil ánægja með samstarfið.

Undir samninginn undirrituðu Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, og Samúel Guðmundsson, formaður Kkd. Hauka.

Mynd: Sigurður Óli Ólafsson og Samúel Guðmundsson takast hér í hendur eftir undirritun samningsinsstefan@haukar.is