Actavismótið í körfubolta verður haldið dagana 12. -13. janúar 2013 og er skráningar hafnar. Haukar hafa haldið þetta mót nú um árabil við góðan orðstýr og fjöldin allur af ungmennum hafa rúllað í gegn um íþróttahúsið um ár hvert.
Sem fyrr er leiktíminn 2×12 mínútur þar sem spilað er 4 á 4. Ekki er haldin staða og því leikgleðin í fyrirhúmi.
Verðið í ár eru 2000 krónur á leikmann og allir fá svo óvæntan glaðning að móti lokinu.
Skráningar fara fram á brynjarorn@haukar.is og skráning stendur til 20 desember.