Æfingar barna á grunn- og leikskólaaldri hefjast að nýju miðvikudaginn 18.11. Æfingatöflur deilda eru að mestu óbreyttar en í þeim tilvikum sem breytingar hafa orðið er búið að upplýsa iðkendur og forráðamenn um breytingarnar. Haukar hafa brýnt það fyrir þjálfurum og öðru starfsfólki að fylgja sóttvarnarreglum í hvívetna og biðjum við iðkendur og forráðamenn þeirra að gera slíkt hið sama. Við viljum benda á að engir áhorfendur mega vera á æfingum barnanna. Af þeim sökum getur Leikjaskóli barnanna ekki hafist að svo stöddu.
Athugið að frístundaakstur hefst því miður ekki á morgun en vonandi síðar í vikunni, við bíðum frekari fregna af því.
Við hlökkum til að taka á móti iðkendum okkar í yngri flokkum félagsins. Jafnframt vonum við að eldri iðkendur getið hafið æfingar sem allra fyrst.
Áfram Haukar.