Afmælisfundur Hauka

Fimmtudaginn 12. apríl verður Knattspyrnufélagið Haukar 76 ára. Í tilefni af deginum verður haldinn afmælisfundur Hauka klukkan 20:00 á Ásvöllum. Á fundinum mun Þórdís Gísladóttir, íþróttafræðingur, flytja erindi auk Péturs Vilbergs Guðnasonar, Ingvars S. Jónssonar og Lúðvíks Geirssonar.

Boðið verður upp á afmæliskaffi. Fundarstjóri verður Hallgrímur Jónasson.

Fundurinn er opinn öllum Haukamönnum á meðan húsrúm leyfir. Á fundinum mun handknattleiksdeild Hauka skrifa undir samninga við þjálfara og leikmann fyrir næstu tímabil.