Í hádeginu á gamlársdag var samankominn föngulegur hópur í samkomusal okkar Haukamanna að Ásvöllum er árleg krýningarhátið Hauka fór fram. Hápunktur hennar var krýning á íþróttamanni, íþróttakonu og þjálfara ársins 2010 en þetta var í fyrsta skiptið sem þjálfari ársins var verðlaunaður á þessari hátíð sem var haldin í 16. sinn.
Þeir sem útnefndir voru sem Íþróttakarlmaður Hauka ársins 2010:
Birkir Ívar Guðmundsson, handbolta
Freyr Brynjarsson, handbolta
Hilmar Geir Eiðsson, fótbolta
Kristján Ó Davíðsson, karate
Pétur Svavarsson, almenningsdeild
Sverrir Þorgeirsson, skák
Sævar Ingi Haraldsson, karfa
Þær sem útnefndar voru sem Íþróttakona Hauka ársins 2010:
Bryndís Jónsdóttir, handbolta
Eva Lind Ágústsdóttir, karate
Jóna Sigríður Jónsdóttir, fótbolta
Margrét Sverrisdóttir, almenningsdeild
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, karfa
Þeir sem útnefndir voru sem þjálfari Hauka ársins 2010:
Aron Kristjánsson, handbolta
Freyr Sverrisson, fótbolta
Henning Henningsson, karfa
Áður en sjálf krýningin fór fram voru heiðursfélagar Hauka boðnir velkomnir með dynjandi lófataki og eftir formlega dagskrá var boðið upp á léttar veitingar, vel heppnað Haukahóf 🙂
Haukamyndir: Jón Páll Vignisson