Það var stórleikur hjá meistaraflokki karla í handbolta á gær, laugardag, þegar liðið lék gegn Eyjamönnum en fyrir leikinn voru Haukar í öðru sæti með 11 stig á meðan ÍBV var í þriðja með 10 þannig að um toppslag var það ræða.
Haukamenn mættu áræðnir til leiks og komust strax í 4 – 1 og héldu þeir forystunni út mest allan hálfleikinn, en mest fór hún í 16 – 11. Þá kom slæmur kafli hjá Haukum og ÍBV skoraði síðustu 4 mörkin í hálfleiknum og í hálfleik var staðan 16 – 15. ÍBV byrjaði svo á því að skora fyrsta markið í seinni hálfleiknum, gestirnir því búnir að skora 5 mörk í röð, og staðan orðin jöfn 16 – 16. Leikurinn var jafn á næstu tölum en í stöðunni 18 – 18 skoruðu Haukar 4 mörk í röð og komust 4 mörkum yfir og þeirri forystu héldu þeir út leikinn og unnu sannfærandi 30 – 24.
Markahæstur Haukamanna í leiknum var Þórður Rafn með 6 mörk og næsti komu Tjörvi og Elías Már með 5 mörk. Markvarslan hefur oft verið betri hjá Haukum en Giedrius varði 6 skot í fyrri hálfleik og Einar Ólafur 5 skot í seinni. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús en Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn Haukaliðinu í dag sem skellir sér á toppinn með sigrinum.
Það er skammt stórra högga á milli hjá Haukaliðinu sem mætir Fimleikafélaginu í næsta leik en þeir eru jafnir Haukum að stigum í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn fer fram í Kaplakrika á fimmtudag kl. 20:00 og er Haukafólk hvatt til þess að mæta til þess að hvetja Hauka til sigurs í slagnum um Hafnarfjörð. Áfram Haukar!