Albert Högni í Hauka

HaukarKnattspyrnumaðurinn Albert Högni Arason hefur skrifað undir eins árs samning við Hauka en Albert lék áður með Haukum tímabilið 2006 þegar Haukar féllu úr 1.deildinni. En þá var hann einmitt fyrirliði liðsins. Albert Högni er fæddur árið 1977 og er því á besta aldri og þekkir vel til liðsins. 

Albert Högni gekk svo til liðs við Grindavíkur og lék með þeim sjö leiki, fimm í 1.deildinni og tvö í Visa-bikarnum. Hann skipti síðan yfir í ÍR um mitt sumar en ÍR voru þá í harðri baráttu með Haukum að komast upp í 1.deildina. Í sumar lék hann svo með Njarðvík í 1.deildinni en lið Njarðvíkur féll í 2.deildina en Albert Högni var fastamaður í liði Njarðvíkur.

Það er ljóst að Albert mun styrkja lið Hauka mikið en hann er með miklu reynslu á bakinu en hann hefur leikið yfir 150 meistaraflokksleiki á ferlinum, einnig er hann afar fjölbreyttur leikmaður sem getur bæði spilað í vörninni sem og á miðjunni.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Hauka fyrir næsta tímabil en fleiri nýjir leikmenn hafa verið að æfa með liðinu að undanförnu og því er aldrei að vita hvort að fleiri leikmenn feti í fótspor Alberts og skrifi undir samning við Hauka á næstu dögum.