Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Hauka, lék með U19 ára landsliði kvenna í dag er liðið sigraði Svartfjallaland 7-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Riðill Íslands er spilaður í Duisburg í Þýskalandi. Alexandra er fyrirliði liðsins.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik settu stelpurnar í fluggírinn og skoruðu eins og áður sagði 7 mörk.
Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk og þær Anita Daníelsdóttir, Sólveig Jóhannesdóttir, Stefanía Ragnarsdóttir, Kristín Dís Árnadóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir skoruðu sitt markið hver.
Ísland mætir Kosóvó á föstudaginn og Þýskalandi á mánudaginn. Hægt er að fylgjast með leikjum liðsins á Facebook síðu KSÍ.
Áfram Ísland!