Alexandra og Aron valin best á lokahófi knattspyrnudeildar Hauka

Það var svo sannarlega góð stemning á lokahófi knattspyrnudeildar Hauka sem fram fór sl. laugardagskvöld á Hótel Völlum. Marteinn Gauti, fyrrum leikmaður meistaraflokks karla, var veislustjóri og sá Jón Björn Skúlason, varaformaður knattspyrnudeildar, um verðlaunaafhendingar eins og honum einum er lagið.

Bæði lið náðu góðum árangri í sumar þar sem meistaraflokkur kvenna tryggði sér sæti í Pepsi deildinni á föstudaginn eins og flestum er ljóst og þá lönduðu strákarnir fimmta sæti í Inkasso deildinni eftir sigur gegn Fjarðabyggð á útivelli á laugardaginn en þeim hafði verið spáð 8. sæti af sparkspekingum fyrir tímabilið.

Alexandra Jóhannsdóttir, sem er 16 ára gömul, var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna og Sæunn Björnsdóttir, sem verður 15 ára í nóvember nk., sú efnilegasta.

Aron Jóhannsson var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla og hinn 19 ára Alexander Helgason var valinn sá efnislegasti.

Sara Rakel S. Hinriksdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna, var valin knattspyrnumaður Hauka 2016 og þá fengu Aron og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson viðurkenningar fyrir að hafa leikið 100 leiki með meistaraflokki karla en þeir eru báðir aðeins 22 ára gamlir.

Þá voru veittar ýmsar aðrar viðurkenningar. M.a. var fráfarandi formönnum meistaraflokksráða kvenna og karla þeim Valborgu Óskarsdóttur og Elías Atlasyni þökkuð fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og þá veittu leikmenn beggja meistaraflokka meistaraflokksráðum viðurkenningar.

Ljósmyndir: Gunnar Baldursson.

Alexandra Jóhannsdóttir, besti leikmaður meistaraflokks kvenna, og Valborg Óskarsdóttir.

Alexandra Jóhannsdóttir, besti leikmaður meistaraflokks kvenna, og Valborg Óskarsdóttir.

Aron Jóhannsson, besti leikmaður meistaraflokks karla, ásamt Elías Atlasyni og Jóni Birni Skúlasyni.

Aron Jóhannsson, besti leikmaður meistaraflokks karla, ásamt Elías Atlasyni og Jóni Birni Skúlasyni.

Sæunn Björnsdóttir, efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna, ásamt Valborgu Óskarsdóttur.

Sæunn Björnsdóttir, efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna, ásamt Valborgu Óskarsdóttur.

Alexander Helgason, efnilegasti leikmaður meistaraflokks karla, ásamt Elías Atlasyni og Jóni Birni Skúlasyni.

Alexander Helgason, efnilegasti leikmaður meistaraflokks karla, ásamt Elías Atlasyni og Jóni Birni Skúlasyni.

Sædís Kjærbech Finnbogadóttir tók við verðlaunum fyrir hönd Söru Rakelar.

Sædís Kjærbech Finnbogadóttir tók við verðlaunum fyrir hönd Söru Rakelar.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson og Aron Jóhannsson fengu viðurkenningar fyrir 100 leiki með meistaraflokki Hauka.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson og Aron Jóhannsson fengu viðurkenningar fyrir 100 leiki með meistaraflokki Hauka.

Alexander Freyr Sindrason, fyrirliði meistaraflokks karla.

Alexander Freyr Sindrason, fyrirliði meistaraflokks karla.

Luka Kostic og Þórhallur Dan Jóhannsson fengu viðurkenningar fyrir afar vel unnin störf í þágu félagsins.

Luka Kostic og Þórhallur Dan Jóhannsson fengu viðurkenningar fyrir afar vel unnin störf í þágu félagsins.

Þjálfarateymi meistaraflokks kvenna, Kjartan Stefánsson og Jóhann Unnar Sigurðsson, sem leiddi liðið upp í Pepsí deildina.

Þjálfarateymi meistaraflokks kvenna, Kjartan Stefánsson og Jóhann Unnar Sigurðsson, sem leiddi liðið upp í Pepsí deildina.

IMG_1072 - CopyIMG_1081 - CopyIMG_1042 - CopyIMG_1085