Alexandra til reynslu hjá Kristianstad

Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, hefur verið boðið að æfa með Kristianstad sem spilar í sænsku úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir og með liðinu leikur landsliðskonan Sif Atladóttir.

Alexandra sem mun dvelja í Svíþjóð frá 3. – 9. október hefur leikið 18 leiki með U17 landsliði Íslands og skorað sex mörk. Þá á hún einn leik að baki með U19 landsliðinu.

Alexandra er 16 ára gömul og var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna í Haukum er varð deildarmeistari 1. deildar sl. þriðjudag og tryggði sér sæti í Pepsí deildinni á næsta tímabili.

Haukar eru að sjálfsögðu afar stoltir af þessari viðurkenningu og óska Alexöndru góðs gengis í Svíþjóð.

Alexandra ásamt Kristínu móður sinni eftir úrslitaleikinn gegn Grindavík þegar Haukar urðu deildarmeistarar 1. deildar.

Alexandra ásamt Kristínu móður sinni eftir úrslitaleikinn gegn Grindavík þegar Haukar urðu deildarmeistarar 1. deildar.