Ánægjulegur fundur


Aðalfundur félagsins var haldinn sl. miðvikudag í Samkomusal félagsins.  Fjölmenni  var á fundinum  þar sem bjartsýni og baráttuhugur ríkti. Fram kom í skýrslu stjórnar að hagur félagsins er góður.  Ný stjórn var kjörin en hana skipa: Magnús Gunnarsson, formaður, Valgerður Sigurðardóttir, Guðborg Halldórsdóttir, Þorkell Magnússon, Elva Guðmundsdóttir, Bragi Hinrik Magnússon, Tóbías Sveinbjörnsson, Halldór Jón Garðarsson, Oddný Sófusdóttir, Kristján Ó. Davíðsson, Eiríkur Svanur Sigfússon og Bjarni H. Geirsson. Þá voru fjórir fyrrum formenn félagsins heiðraðir æðsta heiðursmerki félagsins, Gullstjörnu, þeir  Ágúst Sindri Karlsson, Árni Sverrisson, Lúðvík Geirsson og Steinþór Einarsson. – Eftir rúmlega 30 ára störf fyrir félagið sem formaður handknattleiksdeildar og  önnur stjórnarstörf var Þorgeiri Haraldssyni,  sem nú hefur látið af störfum, afhent  myndverk í þakklætisskyni. – Fróðleg kynning á  byggingu knatthússins  vakti athygli fundargesta.  – Góðum fundi lauk síðan með veitingum í boði stjórnar.

Ársskýrsla verður aðgengileg á heimasíðu félagsins hér