Látinn er góður og gegn Haukafélagi, Sigþór Kristinsson, eftir stutt veikindi. Sigþór var um tíma formaður körfuknattleiksdeildar Hauka og lagði margt gott til félagsins á undanförnum árum. Þá var það Sigþóri mikið gleðiefni að fylgjast með dætrum sínum, sem báðar leika knattspyrnu með meistarflokki Hauka, þegar mfl. Hauka varð deildarmeistari á liðinni leiktíð. Við minnumst með hlýju og þakklæti starfa Sigþórs fyrir Hauka um leið og við sendum fjölskyldu Sigþórs innilegustu samúðarkveðjur.
Knattspyrnufélagið Haukar.