Látinn er Jón Kr. Jóhannesson, trésmíðameistari. Jón Kr., eins og hann var gjarnan nefndur, var góður og gegn Haukamaður sem unni félagi sínu og var ætíð umhugað um hag þess. Jón Kr. var valinn til trúnaðarstarfa hjá Knattspyrnufélaginu Haukum, sat þar m.a. í varastjórn félagsins og var lengi formaður Öldungaráðs. Jón Kr. var einstaklega nákvæmur og samviskusamur maður og þeim verkefnum sem hann sinnti í þágu Hauka, á langri ævi, gegndi hann með miklum sóma.
Við minnumst með hlýju og þakklæti starfa Jóns Kr. Jóhannessonar fyrir Hauka um leið og við sendum fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.
Knattspyrnfélagið Haukar.