Júlíus Pálsson er látinn eftir erfið veikindi. Júlíus lék handbolta með Haukum um nokkura ára skeið í kringum 1980 og varð m.a. Bikarmeistari í meistaraflokki karla það ár. Júlli Páls eins og hann var gjarnan kallaður var liðtækur í handbolta og spilaði sem skytta og útileikmaður. Júlli bjó lengi í Kaupmannahöfn og rak þar ferðaskrifstofuna Heklu um árabil. Handknattleiksdeild Hauka og aðrir Haukamenn minnast góðs vinar og félaga og vottar fjölskyldu og aðstandendum Júlíusar Pálssonar innilegrar samúðar.
f.h. Handknattleiksdeildar Hauka, Ingimar Haraldsson.