Andlátsfrétt

Fallinn er í valinn góður og traustur félagi, Gunnar Örn Guðsveinsson, eftir stutt veikindi. Gunni var einn af „strákunum hans Guðsveins“ sem gerðu garðinn frægan hér á árum áður.

Hann átti sæti í fyrstu stjórn handknattleiksdeildar félagsins 1958 og varð m.a. Íslandsmeistari í 3. fl. karla og var í sigurliði meistaraflokks Hauka 1964 þegar það vann sé sæti í 1. deild. Hann var alla tíð tryggur stuðningsmaður félagsins.

Félagið sendir fjölskyldu Gunnars innilegar samúðarkveðjur.