Andlátsfrétt

Látinn er eftir erfið veikindi, Árni Sverrisson, fyrrum formaður félagsins.
Árni lék handbolta með Haukum um árabil, starfaði í stjórn handknattleiksdeildar og var kjörinn formaður félagsins 2004 og gegndi því starfi til 2006. Hann var alla tíð með öflugustu stuðningsmönnum félagsins og er hans nú sárt saknað.
Félagið sendir fjölskyldu Árna innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrrum formenn félagsins heiðraðir á aðalfundi Knattspyrnufélagsins Hauka 2023.

Árni og Valgerður í góðum hópi Haukamanna á aðalfundi Hauka árið 2023.

 

 

Gullmerki ÍBH til Haukafélaga á þingi ÍBH 2023.