Sóknarmaðurinn Andri Janusson sem gekk til liðs við Hauka í vetur frá Álftanes hefur verið lánaðar til Álftanes og mun því klára tímabilið þar í 3.deildinni.
Andri hefur verið mikið meiddur í sumar en meiðsli í hæl hefur verið að hrjá hann og hefur hann ekkert getað leikið síðan í bikarleiknum gegn Fjarðabyggð á 17.júní síðastliðnum. Andri spilaði 6 leiki í 1.deildinni í sumar og skoraði í þeim leikjum 3 mörk.
Vonandi að Andri nái sér af þessum meiðslum og nái að skora einhver mörk fyrir sitt uppeldisfélag, Álftanes en þeir eru í harðri baráttu í 3.deildinni um að vinna sér sæti í 2.deildinni. En eins og fyrr segir spilaði Andri með Álftanes í fyrra og skoraði þar 20 mörk í 15 leikjum.