Andri Steinn Ingvarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka.
Andri er fæddur árið 2006 og er ný orðinn 16 ára kom við sögu í tveimur leikjum með meistaraflokki karla á síðasta tímabili og þá hefur hann verið í yngri landsliðum KSÍ.
Andri er efnilegur miðjumaður og fagnar stjórn knattspyrnudeildar Hauka að Andri hafi skrifað undir samning við félagið enda bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni.

Andri Steinn – Ljósmynd Hulda Margrét