Anna Rut Ingadóttir, leikmaður 3. flokks kvenna, hefur verið valin til að taka þátt í æfingaleikjum U16 ára landsliðs kvenna við Sviss.
Leikið og æft verður í Miðgarði í Garðabæ dagana 22. til 26. febrúar.
Anna Rut sem er fædd árið 2006 hefur einnig verið að æfa með meistaraflokki kvenna og tekið þátt í leikjum.
Knattspyrnudeild Hauka óskar Önnu innilega til hamingju með valið og óskar henni góðs gengis í komandi verkefni með U16.
Ljósm. Hulda Margrét

Anna Rut Ingadóttir