Knattspyrnufélagið Haukar óska eftir þjálfara/um í 3. og 4. flokk kvenna í knattspyrnu.
Óskað er eftir einstaklingum sem hafa mikinn áhuga og metnað í því að efla kvennastarf Hauka til muna.
Haukar hafa einsett sér það að setja kraft í kvennastarfið og þurfum við til þess öflugt fólk.
Menntun og/eða reynsla skilyrði.
Einnig auglýsum við eftir aðstoðarþjálfurum fyrir komandi keppnistímabil.
Upplýsingar gefur íþróttastjóri Hauka Guðbjörg Norðfjörð í síma 861-3614 eða á gudbjorg@haukar.is.