Bæði lið Hauka dottin út úr Poweradebikarnum

Haukar voru með tvo fulltrúa í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins, meistaraflokkinn og B-liðið.

Liðin léku leiki sína síðastliðinn sunnudag og mánudag og því miður töpuðust báðar viðureignir.

Haukar B fengu Njarðvík í heimsókn á sunnudaginn og urðu fyrir algjörri slátrun þar sem að Njarðvík vann 57-112.

Meistaraflokkur Hauka fékk ÍR í heimsókn á mánudagskvöldið og þrátt fyrir gríðarlega góða spilamennsku í öðrum og þriðja leikhluta þá sigraði ÍR 78-95.

Haukar byrjuðu frekar illa á móti ÍR sem áttu algjörlega fyrsta leikhlutann og voru yfri 19-31 að honum loknum. Þegar annar leikhlutinn var hálfnaður þá kveiknaði aldeilis í strákunum og áttu þeir 16-0 kafla á rétt rúmum tveimur og hálfri mínútu. Andri Freysson hóf þennan kafla með sniðskoti og endaði hann með þriggjastigakörfu. Inn á milli skoraði Þorsteinn Finnbogason tvo þrista í röð og Haukur Óskarsson bætti við einum til. Flugu því 4 þristar niður í röð hjá Haukum á þessum stutta kafla og gagnurinn á þeim til alls líklegur. Staðan í hálfleik var 45-43 Haukum í vil.

Haukar héldu áfram glæstri spilamennsku og um miðjan þriðja leikhlutann voru þeir komnir 10 stigum yfir í stöðunni 65-55. ÍR náðu þá að laga til spilamennsku sína og tókst að jafna muninn á loka sek. leikhlutans og því jafnt 70-70 í upphafi fjórða. Þá virtust heilladísir Hauka, sem voru búnar að sveima yfir þeim í öðrum og þriðja leikhlutanum þegar allt gekk upp, hafa yfirgefið þá því ekkert gekk upp og skoruðu þeir aðeins 8 stig í lokaleikhlutanum. Því fór að ÍR sigraði nokkuð örugglega 78-95.

Stigahæstir hjá Haukum voru Haukur Óskarsson með 17 stig, Þorsteinn Finnbogason með 14 stig, Davíð Páll Hermannsson með 12 stig og 13 fráköst og Emil Barja með 12 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. 

Nánari tölfræði um leikinn hjá KKÍ

Haukar B riðu ekki feitum hesti gegn Njarðvík sem voru yfir allan leikinn. Staðan var 17-27 fyrir Njarðvík að loknum fyrsta leikhlutanum en þá tók Emil Örn Sigurðarson (nýráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Hauka) til sinna ráða og undir hans forustu áttu Haukar B sinn besta kafla í leiknum. Emil skoraði tvo þrista í röð og átti svo stoðsendingu á Svein Ómar Sveinssin sem setti sjálfur niður þrist. 9-0 kafli Haukum B og aðeins einu stigu undir í stöðunni 26-27. Þá skellti Njarðvík öðrum kananum sínum inn á og nokkrum mínútum síðar voru báðir kanarnir komnir inn á og því ekki að spyrja, staðan í hálfleik 33-53 fyrir Njarðvík.

Í seinni hálfleik fengu kanarnir að hvíla sig og ungu strákarnir fengu að spreyta sig á gömlu köllunum í Haukum B sem réðu ekkert við þessa ungu fola og eftirleikurinn auðveldur hjá Njarðvík sem kórónaði leikinn með tveimur troðslum í tveimur seinustu sóknum sínum. Auðveldur 57-112 sigur fyrir Njarðvík.

Stigahæstir hjá Haukum B voru Sveinn Ómar Sveinsson með 15 stig og 10 fráköst og Daníel Örn Árnason með 12 stig og 4 fráköst.

Nánari tölfræði um leikinn hjá KKÍ

 

Share & Bookmark

×
Facebook
Pinterest
Digg
Email
GooglePlus
LinkedIn
PDF
Reddit
Tumblr
Twitter
Vkontakte
Whatsapp
MySpace
Print
Facebook
GooglePlus
LinkedIn
Twitter
Pinterest
Email
Digg
Reddit
Vkontakte
Tumblr
Print
More...
Facebook
GooglePlus
LinkedIn
Twitter
Pinterest
Email
Digg
Reddit
Vkontakte
Tumblr
Print
More...