Dregið var í 16 liða úrslit Powerade bikarsins í dag og fengu bæði Haukar og Haukar B heimaleik að þessu sinni.
Haukar drógust gegn ÍR sem situr í 8. sæti deildarinnar. Haukar áttu fínan leik gegn FSu í síðustu umferð og sigruðu auðveldlega án Aaryon Williams sem hefur átt við meiðsli að stríða.
Haukar B drógust gegn liði Njarðvíkur sem fór illa með Keflavík B í síðustu umferð og er ljóst að Haukar B eiga erfiðan leik fyrir höndum. Njarðvík er sem stendur í 9. sæti Dominos deildarinnar.
Ekki er búið að ákveða leikdag en umferðin í heild sinni verður spiluð dagana 14.-16. desember.