Í dag var dregið í 16.- og 32. liða úrslitum karla og kvenna í Poweradebikarnum og eru Haukar með þrjá fulltrúa í keppninni í ár eins og í fyrra.
Meistaraflokkur kvenna fær Keflavík í heimsókn í 16. liða úrslitum kvenna.
Meistaraflokkur karla heimsækir FSu í 32. liða úrslitum karla.
Haukar B leika gegn KV í forkeppninni og sigurvegarinn úr þeirri viðureign fær Víking Ólafsvík í heimsókn.