Í hádeginu í dag var dregið í undanúrslitum í Coca Cola bikarnum. Stelpurnar mæta Val og strákarnir ÍBV. Leikirnir fara fram í Laugadalshöll. Stelpurnar spila fimmtuaginn 26. febrúar og strákarnir daginn eftir. Úrslitaleikirnir fara svo fram laugardaginn 28. febrúar. Við munum að sjálfsögðu fjölmenna í Höllina og styðja okkar lið til sigurs.
Þetta er annað árið í röð sem bæði liðin okkar spila í Final 4. Í fyrra lentu stelpurnar líka á móti Val í undanúrslitum og lutu í lægra haldi, 21-25, en Valskonur unnu svo Stjörnuna örugglega í úrslitum. Strákarnir fóru alla leið en þeir unnu FH í undanúrslitum, 28-30, og sigruðu svo ÍR í hörkuleik, 22-21. Bæði liðin okkar hafa verið að leika vel eftir áramót. Stelpurnar búnar að vinna 6 af síðustu 7 leikjum sínum í deild og bikar. Strákarnir hafa unnið alla leiki sína eftir áramót, 3 í deild og 1 í bikar. Það er ánægjulegt að sjá liðin vera að bæta sig og vonandi ná bæði að fara alla leiði í bikarnum en það er vel hægt og sérstaklega ef þau fá góðan stuðning áhorfenda.
Áfram Haukar!