Fyrsti leikur Hauka gegn Keflavík í átta liða úrslitakeppninni er í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.
Haukarnir enduðu deildina í þriðja sæti en Keflavík í því sjötta. Þessi sömu lið spiluðu í Schenkerhöllinni síðasta deildarleikinn í Dominos deildinni og þá um heimaleikjarétt, þar sem Haukastrákarnir sýndu styrk sinn og unnu sanngjarnan og mikilvægan sigur.
En nú byrjar ný keppni, keppni þar sem harkan og hraðinn mun verða mun meiri en í deildinni. Keflvíkingar mæta með reynslumikið lið til leiks, leikmenn sem hafa verið í þessari stöðu frá því að úrslitakeppnin byrjaði. Haukar eru með mjög ungt og efnilegt lið sem fékk eldskírn í fyrra í úrslitakeppninni og mun byggja á þeirri reynslu.
Strákarnir eru ákveðnir í því að komast áfram í undanúrslit en til þess þarf stuðning úr stúkunni. Við viljum að sjálfsögðu sjá semmfulla stúku í kvöld. Við hvetjum því allt Haukafólk til að mæta í kvöld, snemma, fá sér hamborgara og ræða um leikinn.