Þá er komið að síðasta leik meistaraflokks karla í handbolta fyir jól og er sá leikur ekki að verri endanum því boðið verður upp á Hafnarfjarðarslag því að Haukamenn skellas ér yfir lækinn og heimsækja nágranna okkar í FH. Leikurinn verður spilaður í Kaplakrika á fimmtudag kl. 19:30.
Á þessum tímapunkti á tímabilinu er þessi leikur meira en bara einhver Hafnarfjarðarslagur því að liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar þar sem að Haukar eru ofar með 20 stig og FH eru sætinu neðar með 18 stig. Það má því búast við hörkuslag þar sem liðinu eru í mikilli sætabaráttu í deildinni og einnig vegna þess að bæði þessi lið eru á góðu róli þessa daganna í deildinni. FH-liðið hefur ekki tapað leik í deildinni í síðustu 5 leikjum, 3 sigar og 2 jafntefli, og síðasti tapleikur Hauka í deildinni kom einmitt gegn FH í fyrsta og eina leik liðanna á tímabilinu og síðan þá hefur Haukaliðið unnið síðustu 8 leiki sína í deildinni.
Það verður því hart barist á fimmtudaginn og gera má ráð fyrir flottum handboltaleik þegar að tvö af betri liðim deildarinnar mætast í baráttunni um tvö mikilvæg stig. Það er því um að gera fyrri Haukafólk að fjölmenna á fimmtudaginn kl. 19:30 í Kaplakrika og styðja strákanna í baráttunni um stigin tvö sem og að hjálpa þeim að tryggja rauð jól í Hafnarfirði. Það er frítt inn á leikinn í boði Rio Tinto Alcan. Áfram Haukar!