Barnastarf Hauka
Haukar leggja mikla áherslu á bjóða upp á vandað og fjölbreytt íþróttastarf sem er allt í senn: faglegt, félagslegt og fjölskylduvænt. Það er skýrt markmið félagsins að barna- og unglingastarf þess sé faglega í fremstu röð og þar skipa hæfir og metnaðarfullir þjálfarar, góð aðstaða, skýr markmiðssetning og traust umgjörð veigamikinn sess. Yngri flokka starfið á um leið að vera félagslega miðað þannig að iðkendur njóti þess að taka þátt í starfinu. Loks vilja Haukar vera spennandi valkostur fyrir hafnfirskar fjölskyldur að verja frítímanum sínum saman og félagið leitast við að láta tímasetningar æfinga og gjaldtöku taka mið af aðstæðum fjölskyldna eftir megni.
Við bjóðum alla velkomna til að taka þátt í starfi félagsins en hér til hliðar má finna nánari upplýsingar um þá valkosti sem eru í boði fyrir ólíka aldurshópa.