Sigurbergur Sveinsson starfsmaður í Fjarðarkaup var valinn í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið um miðjan október. Sigurbergur var nú ekki bara valinn í A-landsliðið af því hann er starfsmaður í Fjarðarkaup heldur er einnig leikmaður meistaraflokks Hauka. Sigurbergur er tvítugur að aldri og hefur spilað afar vel á þessu tímabili með Haukum ( Það hlýtur að vera ástæðan fyrir því að hann var valinn í landsliðið). Við fengum Sigurberg í stutt spjall um handboltann og það hvernig hafi verið að vera valinn í A-landsliðið.
Jæja Sigurbergur, ég vill áður en við byrjum óska þér til hamingju með fyrsta landsleikinn þinn en ef ég spyr þig bara fyrst aðeins út í leikinn, hvernig fannst þér landsleikurinn ?. Takk fyrir það, það var náttúrulega bara gott að vinna þennan leik eftir slakan leik á föstudeginum. Þrátt fyrir að það hafi vantað aðeins upp á spilamenskuna, eins og t.d. markvörsluna, þá fannst mér liðið sýna karakter með því að ná að sigra.
Hvernig var dagurinn fyrir landsleikinn og leikdagurinn sjálfur, hjá þér ? Ég reyndi bara að undirbúa mig sem best fyrir leikinn, borða og hvílast vel, farinn yfir kerfinn, kíkja upp í FK og fylla aðeins á kaffið, bara þetta klassíska.
Hvernig tók fjölskyldan og félagar þínir því að þú værir kominn í A-landsliðið ? Fjölskyldan var nokkuð ánægð með strákinn og ekki frá því að það hafi brotist út smá stolt. Félagarnir voru einnig ánægðir með þessi tíðindi þrátt fyrir að þetta hafi komið niður á matarklúbbnum sem við félagarnir erum með í hádeginu á virkum dögum. En þeir sýndu skilning og stóðu við bakið á mér.
Nú ertu einungis tvítugur, hvernig er það, hefur þú æft handbolta með Haukum alla tíð og hvenær hófstu að leika handbolta – Hefur þú æft fleiri íþrótir – Ef svo er hverjar ? Ég byrjaði að æfa 6 ára gamall með Haukunum og hef verið hér allar götur síðan. Æfði fótbolta þegar ég var minni en það kom að því að ég þurfti að velja á milli fótboltans og golfsins, golfið varð fyrir valinu. Ég stundaði svo golfið samhliða handboltanum þar til fyrir tveimur árum þegar ég ákvað að leggja golfið til hliðar og einbeita mér að boltanum.
Fyrir tímabilið tók Aron Kristjánsson við liðinu af Páli Ólafssyni. Hvernig finnst þér byrjunin á tímabilinu hafa verið hjá Haukum og hvernig er liðið breytt miðað við á sama tíma fyrir ári ? Mér finnst fyrsti parturinn af mótinu hafa farið vel af stað fyrir utan einn leik á móti Stjörnunni. Breiddin er meiri en á sama tíma í fyrra og við erum að klára þessa jöfnu leiki sem við vorum ekki að gera á síðasta tímabili.
Hvernig finnst þér deildin hafa verið að spilast ? – Einhver lið sem hafa komið þér á óvart ? Deildin í ár er ótrúlega jöfn og skemmtileg miðað við þennan fyrsta hluta mótsins. Eins og úrslitin hafa verið undanfarið þá er enginn leikur unninn fyrir fram og menn verða að gefa sig í þetta ef tvö stig eiga að vinnast.
Telur þú að Haukamenn geti stefnt á titil/titla í ár ? Klárlega. Við stefnum á titil í ár.
Þú hlýtur að stefna á atvinnumennsku innan nokkra ára, hefur þú einhvað verið að hugsa út í það ? Ég held að aðalmálið í þeim málum sé að fara ekki of fljótt út heldur bíða eftir rétta tímanum. Ég stefni að því að sá tími komi eftir nokkur ár
Við þökkum Sigurbergi, eða Begga eins og hann er oftast kallaður, kærlega fyrir þetta viðtal og vonandi munum við sjá hann spila oftar með A-landsliðinu á komandi árum.
En fyrir þá sem ekki vita alveg um hvaða landsleik við erum að tala þá lék Sigurbergur með íslenska landsliðinu í æfingarleik gegn Ungverjalandi 27. október á Ásvöllum og skoraði meðal annars eitt glæsimark.
– Arnar Daði Arnarsson skrifar