Bikarmeistarar 2025!!

Meistaraflokkur kvenna í Haukum tryggði sér sigur í Powerade bikarnum síðastliðinn laugardag þegar þær lögðu Fram í spennandi úrslitaleik. Lokatölur leiksins urðu 20-25 Haukunum í vil.

Þetta er sögulegur sigur fyrir Hauka, þar sem liðið hefur beðið í heil 18 ár eftir því að lyfta bikarmeistaratitlinum í kvennaflokki. Síðast unnu Haukar bikarinn árið 2007, en nú er þessi langa bið loks á enda.

Leikurinn var jafn og spennandi framan af, en Haukar sýndu styrk sinn í seinni hálfleik og tryggðu sér verðskuldaðan sigur með sterkri liðsheild og frábærri spilamennsku. Kona leiksins var markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir, sem átti frábæran leik í marki Hauka.

Glæsilegur árangur, Áfram Haukar!