Birgitta Hallgrímsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka. Birgitta er 22 ára gömul og á að baki 72 leik í öllum deildum og hefur skorað 25 mörk.
Birgitta er sóknarmaður og er uppalin í Keflavík en hefur leikið með Grindavík undanfarin ár. Hún var markahæst Grindvíkinga á síðasta tímabili með 11 mörk í 14 leikjum og einnig valin í úrvalslið ársins 2020 í 2.deild kvenna.
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka býður Birgittu velkomna til Hauka og hlökkum til að sjá hana á vellinum!

Birgitta Hallgrímsdóttir – Ljósmynd: Hulda Margrét