Þrír ungir og efnilegir leikmenn hafa skrifað undir samninga við knattspyrnudeild Hauka. Þetta eru þeir Birkir Bóas Davíðsson, Jason Sigþórsson og Magnús Ingi Halldórsson.
Birkir Bóas er fæddur árið 2005 og er efnilegur og mjög lunkinn kantmaður á yngsta ári í 2. flokki.
Jason er fæddur árið 2005 og er efnilegur og mjög hraður sóknarmaður á yngsta ári 2. flokki.
Þeir Birkir Bóas og Jason voru í 3. flokki í fyrra sem spilaði glimrandi skemmtilegan bolta og náði alla leið í undanúrslit á Íslandsmótinu.
Magnús Ingi er fæddur árið 2006 og kom við sögu í leikjum með meistaraflokki karla undir lok síðasta tímabils og þá hefur hann verið valinn í æfingahópa KSÍ. Magnús er efnilegur og baráttumikill miðjumaður sem er enn gjaldgengur með 3. flokki Hauka og hefur tekið þátt í verkefnum með bæði 2. flokki og meistaraflokki.
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar samningum við þá Birki Bóas, Jason og Magnús Inga.
Ljósm. Hulda Margrét