Þá er orðið ljóst að Björg Magnea Ólafs mun leika með Haukum í 1.deildinni í sumar. Björg Magnea er áttundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Hauka nú í vetur og mun hún hiklaust styrkja liðið gríðarlega.
Undanfarin ár hefur hún leikið með Keflavík í Landsbankadeildinni en hún er þessa stundina í námi í Bandaríkjunum og mun koma til Íslands í tvo mánuði í sumar og mun þann tíma æfa og spila með Haukum.
Hún er fædd árið 1988 og hóf meistaraflokksferil sinn með Haukum árið 2005 en hún er uppalin hjá Val. Hún lék tvö tímabil með Haukum og skoraði til að mynda 10 mörk í 13 leikjum á seinna tímabilinu sínu hjá Haukum. Hún gekk svo til liðs við Keflavíkur eins og fyrr segir og spilaði 11 leiki í Landsbankadeildinni í fyrra.
Við bjóðum Björg Magneu velkomna aftur í Hauka en það er greinilegt að liðið er farið að smella saman en liðið hefur byrjað vel í Lengjubikarnum og sigrað fyrstu tvo leiki sína. Fyrst sigruðu þær ÍA örugglega 4-0 svo sigruðu þær Þrótt 3-1 á föstudagin.
Næsti leikur hjá liðinu er föstudaginn 17.apríl þegar Haukar og FH mætast á Ásvöllum.