Þjálfun eldri borgara hjá Haukum er að fara inn í 6. æfingaveturinn og hafa sumir verið með allt frá upphafi. Í vetur verða æfingarnar á mánudögum kl. 9:15-9:50 (styrktaræfing) og á miðvikudögum kl. 13:00-14:00 (Boltafimin í íþróttasalnum). Báðir tímarnir fara fram á Ásvöllum. Á mánudögum kl. 10:00 fer stór hópur eldri borgara í göngu frá Ásvöllum, svo tilvalið er að mæta á stutta styrktaræfingu á mánudagsmorgnum og fara beint í gönguna á eftir.
Við hvetjum allt Haukafólk á besta aldrinum til að koma og kíkja og hvetjum einnig alla iðkendur og foreldra í félaginu til þess að hvetja sínar ömmur og afa til þess að láta ekki sitt eftir liggja og drífa sig af stað. Margir í æfingahópnum hafa verið með frá upphafi og er það mál manna að þeir hafi bara yngst upp á þessum árum sem þa. Æfingarnar henta öllum sem hafa þokkalega heilsu og vilja vera rækta líkama og sál í heilbrigðum og skemmtilegum hópi fólks. Þjálfari hópsins er Kristján Ómar.