Breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks karla

 

Á myndinni eru Aron Kristjánsson framkvæmdastjóri hkd. Hauka, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Þorkell Magnússon stjórnarmaður hjá hkd. Hauka.

Haukar eru mjög ánægðir með að geta kynnt til leiks Ásgeir Örn Hallgrímsson sem nýjan þjálfara meistaraflokks karla. Ásgeir Örn er öllum hnútum kunnugur á Ásvöllum og er uppalinn í félaginu. Ásgeir Örn býr yfir mikilli reynslu sem leikmaður en hann lék um árabil sem atvinnumaður í bæði Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku. Ásgeir Örn hefur leikið 255 landsleiki fyrir Íslands hönd og var meðal annars í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og í bronsliðinu á EM 2010.
Samningur Ásgeirs og Hauka gildir fram á sumar 2025.

„Ég er gríðarlegar stoltur og þakklátur að fá tækifæri til að þjálfa uppeldisfélagið mitt sem ég ann svo heitt. Mér er sýnt mikið traust sem er ekki sjálfsagt og ætla ég mér að standa undir því. Ég þekki liðið mjög vel og hef mikla trú á verkefninu. Þetta er frábær hópur sem á mikið inni og er ég klár á því að þeir eru tilbúnir í þær baráttur sem fram undan eru. Ég hlakka því til komandi tíma á Ásvöllum.“ Sagði Ásgeir Örn við undirskriftina.

Aron Kristjánsson, framkvæmdastjóri hkd. Hauka sagði við undirskriftina „Við erum gríðarlega ánægðir með að Ásgeir sé klár í slaginn með okkur. Hann er sterkur félagsmaður sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu sem leikmaður. Hann hefur alltaf verið mikill liðsmaður og teljum við að hann sé rétti maðurinn til að koma skútunni aftur á réttan kjöl.“

Leikmannaferill og menntun:
2000-2005 ​Haukar
2005-2007 ​TBV Lemgo (Þýskaland)
2007-2010 ​GOG Svendborg TGI (Danmörk)
2010​​Faaborg HK (Danmörk)
2010-2012​TSV Hannover-Burgdorf (Þýskaland)
2012-2014​PSG (Frakkland)
2014-2018​USAM Nimes (Frakkland)
2018-2020​Haukar
A-landsleikir: 255
Titlar: 4 x Íslandsmeistari með Haukum, 1 x Frakklandsmeistari með PSG, 2 x Bikarmeistari með Haukum, 1 x Bikarmeistari með PSG, 1 x EHF-Cup sigurvegari með Lemgo og 5 x Deildarmeistari með Haukum.

Ásgeir er að ljúka 3. Stigi þjálfunarmenntunar HSÍ. En hann er menntaður viðskiptafræðingur og lauk MBA stjórnunarnámi frá HR árið 2020.

Rúnar Sigtryggsson hættir þjálfun meistaraflokks karla hjá Haukum. Rúnar hefur þegið tilboð frá þýska úrvalsdeildarliðinu DHfK Leipzig um að taka við þjálfun liðsins. Haukar hafa orðið við óskum Rúnars um að hætta og aðilar náð samkomulagi um starfslok.


Haukar vilja þakka Rúnari fyrir samstarfið og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.