Breytingatillaga fyrir ársþing HSÍ

Á heimasíðunni www.sport.is skrifar Guðmundur Hafþórsson pistil um hvernig hægt sé að lífga upp á handboltann á Íslandi. Hann talar meðal annars um það að nauðsynlegt sé að koma úrslitakeppninni aftur í gang í sinni gömlu mynd. Hann talar einnig um að spila í einni deild í DHL deild karla.

50. ársþing HSÍ fer fram miðvikudaginn 18. apríl. Í gær voru birtar á heimasíðu HSÍ þær breytingatillögur sem liggja fyrir þingið. Handknattleiksdeildir Hauka og FH hafa sent inn sameiginlega breytingatillögu sem fjallar um það að fjölga liðum í efstu deild og spilaðar verði tvær umferðir.
Einnig er lagt til í tillögu Hauka og FH að leikin skal útsláttarkeppni um Íslandsmeistaratitilinn, í þeirra mynd gömlu góðu úrslitakeppninnar.
Það er skoðun handknattleiksdeilda Hauka og FH að nauðsynlegt sé að setja á fót gömlu góðu úrslitakeppnina. Ástæða þess er sú að á þeim leikjum, sem og í kringum þá, myndaðist alltaf góð stemning og áhorfendafjöldi jókst.

Grein Guðmundar má finna í heild sinni hér.
Allar breytingatillögur fyrir 50. ársþing HSÍ er að finna hér.
Breytingatillögu hkd. Hauka og FH er að finna hér.