Breyting verður núna á þjálfarateymi 2. flokks karla þar sem vinur okkar Hilmar Trausti hefur óskað eftir því að stíga til hliðar og við starfinu tekur maður sem er okkur að góðu kunnur Búi Vilhjálmur Guðmundsson.
Þetta góðri sátt milli Hauka og Hilmars Trausta og viljum við í stjórn knattspyrnudeildar Hauka nota tækifærið og þakka Hilmari Trausta kærlega fyrir hans framlag til Hauka og strákanna í 2. flokki. Á sama tíma óskum við Búa til hamingju með starfið og velfarnaðar í komandi verkefnum 2. flokks.
Við leynum því ekki að við væntum mikils af Búa sem býr yfir mjög mikilli reynslu sem þjálfari yngri flokka lengst af norðan heiða hjá KA og Þór en síðast 2. flokk Fjölnis ásamt því að hafa þjálfað meistaraflokk Hauka sem og KÁ og Vængi Júpíters. Sem sagt, þjálfari með mjög mikla reynslu!
Með þá Búa og Árna Hjörvar í brúnni ásamt þeim stuðning sem þjálfarateymi knattspyrnudeildar Hauka veitir undir forystu Helgu og Igors höfum við fulla trú að 2. flokkur karla muni efla liðsandann enn frekar og nái góðum árangri á komandi keppnistímabili. Allt vex og dafnar sem vel er sinnt, það þekkjum við öll af okkar lífsins reynslu, metnaði og krafti við að stunda æfingar og svo ná fram því allra mikilvægasta að hafa gaman því að spila fótbolta með góðum Haukafélögum á Ásvöllum – Áfram strákarnir okkar, áfram HAUKAR!