Gunnhildur og Emil mikilvægust

Körfuknattleiksdeild hélt sitt árlega lokahóf laugardaginn 13. apríl síðastliðin þar sem árið var gert upp í máli og myndum. Leikmenn voru svo heiðraðir með veglegri verðlaunaafhendingu. Samúel Guðmundsson, formaður deildarinnar, setti hófið og kynnti Örvar Þór Kristjánsson til en Örvar sá um veislustjórn. Skemmtiatriði kvöldsins voru í boði meistaraflokkanna og Hauka TV en Ari Eldjárn […]

Samningar framlengdir

Á föstudaginn síðastliðinn hittust leikmenn, stjórnarmenn og stuðningsmenn saman inn í forsal veislusalsins í afmæliskaffi og að því tilefni voru samningar við leikmenn körfuknattleiksdeildar framlengdir. Þær Guðrún Ósk Ámundadóttir og Íris Sverrisdóttir, sem meiddust báðar á síðustu leiktíð, skrifuðu undir nýja samninga og Dagbjört Samúelsdóttir framlengdi sínum samningi Hjá karlaliðinu framlengdu þeir Haukur Óskarsson, Davíð […]

Lokahóf körfuknattleiksdeildar

Vegna smá tækniörðuleika hefur verið ákveðið að framlengja sölu á aðgöngumiðum lokahófs körfuknattleiksdeildar til miðvikudags. Salan hefur farið ágætlega af stað og er hægt að nálgast miða í dag og á morgun, miðvikudag, í afgreiðslunni á Ásvöllum. Miðaverð er sem fyrr 2000 fyrir Hauka í horni og 3000 krónur fyrir aðra.

Yfirþjálfari yngri flokka

Körfuknattleiksdeild Hauka leitar að yfirþjálfara yngri flokka sem þjálfa mun 3 til 4 yngri flokka félagsins, þjálfa í afreksskóla Hauka ásamt að kenna og þjálfa við Íþróttaakademíu Hauka og Flensborgarskólans. Yfirþjálfari hefur einnig yfirumsjón með gæðum þjálfunar yngri flokka og fylgir og viðheldur þjálfunarhandbók Hauka og metur frammistöðu allra iðkennda í samstarfi við viðkomandi þjálfara. […]

Haukar deildarmeistarar 1. deildar

Haukar koma til með að leika í Dominos-deild karla á násta ári en liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Hetti á Egilsstöðum á föstudaginn síðasta, 70-98. Margmenni var komið til að fylgjast með leiknum upp á Ásvöllum en fyrirhugað var að senda Haukar TV austur til að sýna leikinn. Það gekk ekki upp og […]

Haukar í úrvalsdeild á næsta tímabili

Haukar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Hött á Egilsstöðum í kvöld og tryggðu sér sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Sigur Hauka var afgerandi og enduðu Haukar með að sigra deildina. Liðið mun koma að Ásvöllum rúmlega 22:00 og verður móttaka fyrir drengina sem og verðlaunaafhending fyrir sigur í deildinni mun fara fram. Við […]

Glæsliegir fulltrúar Haukar í yngri landsliðum í körfu

Haukar eiga 9 glæsilega fulltrúa í yngri landsliðum Íslands í körfunni sem valinn voru nú nýlega.  U16 og U18 ára liðin munu fara til Solna í Svíþjóð og keppa þar á norðurlandamóti yngri landsliða. U15 ára liðin munu fara á mót í Danmörku.  Landsliðskrakkarnir eru nú að hefja söfnun fyrir fargjaldi á mótin og munu […]

Haukar smelltu sér í bílstjórasætið

Haukar unnu Breiðablik á föstudaginn í 1. deild karla í körfubolta og smelltu sér á topp deildarinnar við það. Staða Hauka varð svo vænlegri þegar Hamar sigraði Val í gærkvöld og dugar núna Haukum að sigra síðast deildarleik sinn á föstudaginn næsta gegn Hetti á Egilsstöðum til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeild og fara […]

Haukar mæta Breiðablik

Haukar mæta Breiðablik, í næst síðasta leik deildarkeppi 1. deildar, á morgun föstudag þegar grænir koma í heimsókn í Schenker-höllina. Breiðablik vann síðasta leik þessara liði í Smáranum en síðan þá hafa Haukastrákar ekki tapað leik í deildinni og hafa verið á ótrúlegu flugi. Möguleikar Hauka á að fara beint upp í úrvalsdeild eru enn […]

Flottur sigur gegn Val

Hauka stúlkur heimsóttu Val í Vodafonehöllina í gærkvöldi í 24. umferð Dominosdeildar kvenna. Þetta var leikur sem átti að hafa verið leikinn seinastliðinn Miðvikudag en þurfti að fresta sökum veðurs. Í upphafi leiks skiptust liðin á að eiga góða leikkafla og svo kom tími þar sem allt var hníf jafnt. Haukar áttu svo glæsilegan lokasprett, […]