Líf og fjör á Actavísmóti

Mikið fjör var á fyrri degi Actavísmótsins í dag. Fjölmargir keppendur voru mættir til leiks en í dag voru strákarnir að keppa. Stelpurnar spila á morgun. Rúmlega 90 lið eru skráð til keppni  sem spila á 6 völlum í einu. Allir keppendur fegnu verðlaunapening og gjöf frá Actavís áður en halið var heim á leið […]

Reykjanes þrenna – Njarðvík lagt með yfirburðum í kvöld

Njarðvík komu í heimsókn í kvöld og voru þær þriðja liðið sem Haukar mæta af Reykjanesinu í undanförnum þremur leikjum. Allt sigrar og Njarðvík fékk stærstann skellinn, 29 stiga munur, 86-57. Mögnuð byrjun á leiknum þar sem Njarðvík voru keyrðar í kaf 21-6 og svo kláruðu þær leikinn með stæl með því að vinna fjórða […]

Actavismótið hefst á laugardaginn

Actavismótið í körfubolta verður núna um helgina og hefjast fyrstu leikir kl. 9:00 á laugardaginn. Mótið hefur verið vel sótt undanfarin ár og verður engin breyting á. Leikjaplanið fyrir helgina má finna hérna. Laugardagur Sunnudagur 

Keflavík slátrað í gamla sláturhúsinu

Haukar heimsóttu Keflavík í dag í 15. umferð Dominosdeildar kvenna og höfðu sanngjarnan 61-73 sigur upp úr krafsinu. Ekki var að sjá á stelpunum að þær hafi misst sig í hátíðarmatnum í jólafríinu en það sama er ekki hægt að segja um Keflavík sem spilaði ekki sína frægu pressu allan leikinn eins og þær eru […]

Terrence Watson semur við Hauka

Haukar gengu í kvöld frá samningi við Terrence Watson um að leika með Haukum til enda leiktíðar. Terrence spilaði á síðasta tímabili með Skagamönnum og þótti standa sig afburða vel bæði innan sem utan vallar en hann var spilandi þjálfari liðs Skagamanna á síðustu leiktíð. Eins og kunnugt er voru Skagamenn í hörkubaráttu á liðnu […]

Tölfræðitröllið á RÚV

Í íslenska boltanum síðastliðið mánudagskvöld var umfjöllun um leik Hauka og Njarðvíkur í Domino´s deild kvenna. Rætt var við þjálfara og leikmenn. Einnig var rætt við tölfræðitröllið Ásgeir Einarsson sem sér um beina tölfræðilýsingu á heimaleikjum Hauka. Ási hefur undanfarin ár séð um tölfræðina hjá Haukum og er hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur. […]

Umfjöllun um Brynjar Brynjarsson á Facebook síðu KKÍ

Brynjar Brynjarsson er í brennidepli á Facebook síðu KKÍ. Brynjar sem er einn efnilegasti leikmaður Hauka frá upphafi stjórnar nú Marshall Community College í bandaríkjunum við góðan orðstír. Brynjar, sem er 37 ára, lék með Haukum til 16 ára aldurs þegar hann fór til Bandaríkjanna til að spila körfubolta. Hann kláraði leikmannaferilinn í Bandaríkjunum og […]

Bæði lið Hauka dottin út úr Poweradebikarnum

Haukar voru með tvo fulltrúa í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins, meistaraflokkinn og B-liðið. Liðin léku leiki sína síðastliðinn sunnudag og mánudag og því miður töpuðust báðar viðureignir. Haukar B fengu Njarðvík í heimsókn á sunnudaginn og urðu fyrir algjörri slátrun þar sem að Njarðvík vann 57-112. Meistaraflokkur Hauka fékk ÍR í heimsókn á mánudagskvöldið og […]

Pétur Guðmundsson lætur af störfum

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka og Pétur Rúðrik Guðmundsson þjálfari hafa komist að samkomulagi um að hann stigi til hliðar og hætti sem þjálfari meistaraflokksliðs Hauka. Samstarf við Pétur hefur verið með ágætum og er honum þökkuð góð samvinna og framlag hans við uppbyggingu liðsins. Ívar Ásgrímsson sem er yfirþjálfara yngri flokka hjá deildinni mun taka við […]

Haukastúlkur fara í jólafrí með sigur í farteskinu

Haukar fengu Grindavík í heimsókn í gærkvöldi í 14. umferð Dominosdeildar kvenna þar sem þær sigruðu 73-64. Þetta er þar með þriðji sigurinn í seinustu fjórum deildarleikjum og stelpurnar á góðri siglingu og í baráttu við Val um 4. sætið í deildinni. Haukastúlkur fara því í jólafrí í góðu skapi en þær töpuðu gegn KR, […]