Yfirburðar sigur í fyrsta leik

Haukar B heimsóttu ÍA B uppá skaga í fyrstu umferð B liða keppni karla í gær og hófu titilvörnina á glæstum 98-54 sigri. ÍA B reyndu að koma Haukum B úr jafnvægi með því að hefja leikinn með svæðisvörn. Reynslan hjá Haukum lét það ekki á sig fá og voru komnir í 10-4 á upphafs […]

Tap í Hveragerði

Haukastrákar heimsóttu Hamar í Hveragerði á föstudagskvöld. Var þetta annar leikur Hauka í 1. deildinni í vetur. Þessi tvö lið eru talin sigurstranglegust í 1. deildinni í vetur og því var þetta afar áhugaverð prófraun fyrir Haukaliðið. Niðurstaðan var 82-76 tap og lék Haukaliðið afar illa á köflum. Hamar leiddi með 19 stigum á köflum en með […]

Haldið til Hveragerðis í kvöld

Haukar heimsækja Hamar í kvöld í 1. deild karla. Er þetta annar leikur tímabilsins hjá strákunum í 1. deildinni en sá fyrsti leikur tímabilsins var gegn FSu á Selfossi. Það má þannig að það sé sannkallað suðurlandsþema hjá strákunum í upphafi móts. Leikurinn hefst kl. 19.15. Áfram Haukar!!!!!!

Titilvörnin hefst á Sunnudag

Haukar B hefja titilvörn sína á Sunnudaginn kl. 16:30 á Akranesi þegar þeir kíkja í heimsókn til ÍA B ÍA B hefur verið endurvakið og eru þeir að taka þátt í keppni B-liði í fyrsta skipti síðan tímabilið 2004-2005, þess má til gamans geta að Haukar B urðu einmitt meistarar í fyrsta skiptið það árið. […]

Naumt tap í Vodafonehöllinni

Haukastelpur biðu ósigur 68-70 fyrir Valsstúlkum í Dominos deild kvenna í körfubolta, í háspennuleik í Vodafonehöllinni í gærkvöld. Hinn frábæri vefmiðill karfan.is fjallaði um leikinn af myndarskap og fáum við bæði myndir og umfjöllun að láni frá síðunni. Smellið á lesa meir til að lesa umfjöllunina… Umfjöllun um leikinn á karfan.is Myndasafn eftir tomasz@karfan.is Myndasafn […]

Fjórða umferð í kvöld

Haukar munu mæta Val í Vodafonehöllinni í fjórðu umferð Dominosdeildar kvenna í kvöld kl. 19:15. Stelpurnar hafa tapað báðum heimaleikjum sínum en unnu Njarðvík á útivelli á annari umferð. Á meðan að við bíðum eftir fyrsta heimasigrinum vonum við að sigurgangan á útivelli haldi áfram.   Eru stuðningmenn hvattir til að mæta í Vodafonehöllina og […]

Fyrstu helgi fjölliðamóta lokið

Ívar Ásgrímsson, yfirþjálfari yngri flokka í körfubolta skrifar: Nú er fyrsta helgin búin í fjölliðamótum í körfuboltanum. Stúlknaflokkur spilaði í Njarðvík og erum við þar með nokkuð ungt lið og frekar lítið en Lovísa var meidd og spilaði ekki. Stúlkurnar stóðu sig ágætlega og unnu 1 leik en sýndu að þær geta verið nokkuð góðar […]

Lengjubikar karla: Grindavík kemur í heimsókn

Lengjubikarinn hefst á morgun og mæta Haukar Íslandsmeisturum Grindavíkur í fyrsta leik liðsins í riðlakeppninni. Haukar sóttu góðan sigur á Selfoss í gær sem gaf liðinu ákveðið sjálfstraust en lið Grindavíkur er öflugt og hefur farið vel af stað í Domino’s deildinni. Það er því ljóst að verkefni Haukanna er stórt og klárt mál að […]

Haukar sóttu stig á Selfoss

Haukar hófu keppni í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir sóttu FSu heim í Iðu á Selfossi.  Leikurinn var jafn á fyrstu mínútum en í öðrum leikhluta skiptu Haukastrákar um gír og náðu yfir 20 stiga forskoti. Í þriðja leikhluta slökuðu þeir aðeins á klónni og FSu-menn gengu á lagið. Þeir minnkuðu […]

Sveinn Ómar rífur fram skóna

Sveinn Ómar Sveinsson verður með Haukum í kvöld þegar þeir mæta FSu í 1. deild karla í kvöld á Selfossi. Þetta staðfesti Pétur Guðmundsson þjálfari í samtali við haukar.is. Sveinn spilaði við góðan orðstír með Haukaliðinu en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Hann hefur ekki séð sér fært að spila með meistaraflokki en hefur […]